„Bara svo þú vitir það næst að þá er þetta mitt sæti“

ÍÞRÓTTIR  | 27. júní | 11:28 
„Þær eru margar hérna á fremsta bekk sem eru með sín föstu sæti,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Þær eru margar hérna á fremsta bekk sem eru með sín föstu sæti,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Agla María, sem er 22 ára gömul, er samningsbundin Häcken í sænska úrvalsdeildinni en hún gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki í janúar á þessu ári.

„Ég settist einmitt í eitt af fremstu sætunum þegar ég var nýkomin til félagsins og þá kom ein til mín og sagði; bara svo þú vitir það næst að þá er þetta mitt sæti,“ sagði Agla María meðal annars í léttum tón.

Agla María er í nærmynd í sjöunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Agla María Albertsdóttir

Þættir