Með kynlífslátbragð uppi á sviði en enginn hló

INNLENT  | 27. júní | 11:50 
„Ég upplifði mannlega eymd í sinni tærustu mynd,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um það þegar hann „bombaði“ í fyrsta sinn, þ.e. gekk virkilega illa í uppistandi. Í dag lítur Hugleikur á niðurlægingu sem það „mikilvægasta“ sem geti komið fyrir fólk.

„Ég upplifði mannlega eymd í sinni tærustu mynd,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um það þegar hann „bombaði“ í fyrsta sinn, þ.e. gekk virkilega illa í uppistandi. Í dag lítur Hugleikur á niðurlægingu sem það „mikilvægasta“ sem geti komið fyrir fólk.

Hugleikur er viðmælandi í nýjasta þætti Dagmála.

Hann leiddist út í uppistand eftir að hafa gefið út grínmyndasögur. Hugleikur var félagsfælinn sem barn og er það í raun enn. Hann ætlaði sér aldrei að stíga á svið en Ari Eldjárn, uppistandari og frændi Hugleiks, fékk hann þó til að prófa. Uppistandið gekk vel „og þá var ekkert aftur snúið,“ segir Hugleikur. „Hvernig ég kom mér upp á svið veit ég ekki enn þá.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/28/kveid_thvi_ad_fara_ut_ur_husi/

„Því oftar sem þú niðurlægir þig, því sjaldnar verður þú niðurlægður“ 

Í 20 til 30 skipti gekk uppistandið vel en svo kom sá dagur að Hugleikur skyldi bomba. Þá var hann staddur á Grundarfirði. Hugleikur lýsir upplifuninni í myndskeiðinu hér að ofan.

„Því oftar sem þú niðurlægir þig, því sjaldnar verður þú niðurlægður,“ segir Hugleikur um mikilvægi þess að gera mistök.

Hér má nálgast þáttinn í fullri lengd.

Þættir