„Veit að hún er almennileg skvísa“

ÍÞRÓTTIR  | 4. júlí | 18:44 
„Ég fékk þessa íbúð frá Glódísi [Perlu Viggósdóttur],“ sagði Guðrún Arnardóttir leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég fékk þessa íbúð frá Glódísi [Perlu Viggósdóttur],“ sagði Guðrún Arnardóttir leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Guðrún, sem er 26 ára gömul, gekk til liðs við Rosengård frá Djurgården í júlí á síðasta ári en henni var ætlað að fylla skarð Glódísar Perlu sem gekk til liðs við Bayern München í Þýskalandi síðasta sumar.

„Það er líka þægilegt að vita til þess að hún hafi búið hérna því ég veit að hún er almennileg skvísa,“ sagði Guðrún meðal annars.

Guðrún er í nærmynd í níunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Guðrún Arnardóttir

Þættir