Ég er hérna af því að mér finnst þetta gaman

ÍÞRÓTTIR  | 4. júlí | 18:46 
„Ég er hérna af því að mér finnst þetta gaman,“ sagði Guðrún Arnardóttir leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég er hérna af því að mér finnst þetta gaman,“ sagði Guðrún Arnardóttir leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Guðrún, sem er 26 ára gömul, gekk til liðs við Svíþjóðarmeistara Rosengård í júlí á síðasta ári en hún hélt út í atvinnumennsku haustið 2018.

„Það er skrítið að segja það en ég er ekki með einhver brjáluð markmið um að komast hingað eða þangað,“ sagði Guðrún meðal annars.

Guðrún er í nærmynd í níunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Guðrún Arnardóttir

Þættir