Þriggja ára hljóp þrjá kílómetra þrisvar í viku

ÍÞRÓTTIR  | 4. júlí | 18:46 
„Hún var mjög virk,“ sögðu þau Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Örn Torfason, foreldar Guðrúnar Arnardóttur leikmanns íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Hún var mjög virk,“ sögðu þau Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Örn Torfason, foreldar Guðrúnar Arnardóttur leikmanns íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Guðrún, sem er 26 ára gömul, er uppalin á Ísafirði en hún hóf knattspyrnuferilinn ung að árum með BÍ.

„Þegar að hún var þriggja ára þá fór ég út að hlaupa með hana þrisvar í viku, þrjá kílómetra í senn, og það var bara til þess að halda heimilisfriðinn,“ sagði Örn meðal annars í léttum tón.

Guðrún er í nærmynd í níunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Guðrún Arnardóttir

Þættir