Smjörið bráðnar með tímanum

ÍÞRÓTTIR  | 5. júlí | 11:07 
Í tölvuleiknum Fortnite eru margir búningar sem hægt er að breyta, eða sem breytast eftir umvherfinu sínu.

Í tölvuleiknum Fortnite eru margir búningar sem hægt er að breyta, eða sem breytast eftir umvherfinu sínu.

Nýja útgáfan af Major Mancake-búningnum breytist smávægilega í gegnum spilunina, en búningurinn fæst með því að klára Crown Clash-áskoranir í Fall Guys-víxlverkefninu.

https://www.mbl.is/sport/esport/2022/06/29/fortnite_rocket_league_og_fall_guys_blandast_saman/

Bráðið smjör á höfðinu

Reddit-notandinn Unsureoftheplot vakti athygil á þessu með þræði. Þar birti hann mynd sem sýndi hvernig smjörið á höfði hans bráðnar eftir því sem líður á spilunina. Þetta er lítið smáatriði sem þó hefur glatt nokkra leikmenn.

Hugsanlega er fleiri smáatriði sem þessi að finna á eldri búningum, en ekki hefur verið vakin athygli á því ennþá. 

Svo ef leikmenn vilja spila með bráðið smjör á höfði Major Mancake þurfa þeir að öllum líkindum að spila hundrað umferðir í Fall Guys til þess að fá búninginn.

Hér að neðan má sjá myndina sem Unsureoftheplot birti á Reddit.

 

Þættir