Eftirrétturinn sem hittir alltaf í mark

MATUR  | 7. júlí | 11:07 
Hér erum við með eftirrétt sem allir grillarar ættu að prófa.

Hér erum við með eftirrétt sem allir grillarar ættu að prófa. Hér blandast saman epli, kanill, smjör, hunang, sykur og karamellusósa sem er síðan toppað með hnetukurli og vanilluís. Hljómar hreint ótrúlega og bragðast enn betur. Uppskriftin er alls ekki flókin. Það þarf að skera í eplin eins og sést í meðfylgjandi matreiðslumyndbandi á mbl.is.

Bræðið því næst saman smjör og kanilsykur og ausið yfir eplin. Því næst skal setja hnetumulning í miðjuna og vel af hunangi yfir. Setjið á grillið í nokkrar mínútur þar til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Berið fram með ís að eigin vali og hellið síðan smá karamellusósu yfir. Athugið að einnig er gott að bera eplin fram með þeyttum rjóma. Trixið er svo að ausa reglulega sykursmjörinu yfir eplin meðan þau eldast þannig að þau verði dísæt og smjörlegin, nákvæmlega eins og við viljum hafa þau.

Hráefni

  • Epli
  • Kanilsykur
  • Smjör
  • Karamellusósa
  • Hnetumulningur
  • Ís

Þættir