Mörkin: Tottenham valtaði yfir Southampton

ÍÞRÓTTIR  | 6. ágúst | 17:03 
Tottenham vann afar sannfærandi 4:1-sigur á Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tottenham vann afar sannfærandi 4:1-sigur á Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það var þó Southampton sem skoraði fyrsta mark leiksins en þar var að verki James Ward-Prowse.

Þá fylgdu þó fjögur mörk frá Tottenham en fyrst skoraði Ryan Sessegnon áður en Eric Dier kom liðinu yfir. Mohammed Salisu skoraði svo sjálfsmark og Dejan Kulusevski kláraði svo leikinn endanlega með fjórða markinu.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Tottenham og Southampton var sýndur á Síminn Sport.

Þættir