Mörkin: Tap í fyrsta leik Ten Hag

ÍÞRÓTTIR  | 7. ágúst | 16:35 
Brighton vann 2:1-útisigur gegn Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Leikurinn var fyrsti leikur United undir stjórn Erik Ten Hag.

Brighton vann 2:1-útisigur gegn Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Leikurinn var fyrsti leikur United undir stjórn Erik Ten Hag.

Það var Þjóðverjinn Pascal Gross sem skoraði bæði mörk Brighton í leiknum en United minnkaði muninn í seinni hálfleik með sjálfsmarki Alexis Mac Allister.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Manchester United og Brighton var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir