„Hversu mikla áhættu viljum við taka?“

INNLENT  | 9. ágúst | 16:11 
Ekki er hægt að ganga svo langt að fullyrða að Íslendingar hafi verið kærulausir í uppbyggingu innviða, með tilliti til eldgosavárinnar sem vomir stöðugt yfir. Við höfum staðið afar vel að ýmsum málum þó að huga hefði mátt betur að þessari vá við ákveðnar framkvæmdir. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Ekki er hægt að ganga svo langt að fullyrða að Íslendingar hafi verið kærulausir í uppbyggingu innviða, með tilliti til eldgosavárinnar sem vomir stöðugt yfir. Við höfum staðið afar vel að ýmsum málum þó að huga hefði mátt betur að þessari vá við ákveðnar framkvæmdir. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

„Hvað flugvelli varðar þá er kannski Hvassahraunið ágætt dæmi. Ég held að menn hafi flýtt sér aðeins of mikið því þú ert í raun og veru ofan í eldgosabelti með þann flugvöll.

Þó svo að það sé ekkert í gangi akkúrat núna eða kannski á næstu tíu árum, þá býður það samt sem áður hættunni heim og það er alltaf spurning um hversu mikla áhættu viljum við taka,“ segir Þorvaldur.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/08/08/ekki_megi_daema_reykjanesid_ur_leik/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/08/03/minnkandi_likur_a_flugvelli_i_hvassahrauni/

 

Skynsamlegt að hafa annan kost

Þá segir hann einnig vert að hugsa út í alþjóðaflugvöllinn í Keflavík og þann möguleika að eldgos á Reykjanesskaganum verði þess valdandi að Suðurnesin einangrist.

Í því samhengi veltir hann því upp hvort ekki væri skynsamlegra að hafa annan alþjóðaflugvöll til reiðu á landinu sem hægt væri að nýta á meðan Keflavíkurflugvöllur væri ekki nothæfur.

„Miðað við tekjuöflunina sem tengist flugvellinum, finnst mér skynsamlegt að við höfum annan kost,“ segir Þorvaldur.

Þættir