Litla Blackburn vann úrvalsdeildina (heimildamynd)

ÍÞRÓTTIR  | 11. ágúst | 18:07 
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur deildin framleitt stuttar heimildamyndir þar sem litið er um öxl og farið yfir eftirminnilega titla, leiki og leikmenn.

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur deildin framleitt stuttar heimildamyndir þar sem litið er um öxl og farið yfir eftirminnilega titla, leiki og leikmenn.

Blackburn Rovers kom flestum í opna skjöldu þegar liðið vann ensku úrvalsdeildina árið 1995.

Titillinn vannst þó ekki upp úr þurru þar sem eigandi Blackburn á þeim tíma, Jack Walker, hafði styrkt liðið allverulega með því að festa kaup á fjölda sterkra leikmanna, þeirra á meðal markahróksins Alan Shearer og miðjumannsins sterka Tim Sherwood.

Shearer og Sherwood eru viðmælendur heimildamyndarinnar „The House That Jack Built,“ þar sem þeir fara yfir magnað 1994/1995 tímabil Blackburn.

Heimildamyndina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir