Tilþrifin: Markvörðurinn reyndist hetjan

ÍÞRÓTTIR  | 13. ágúst | 18:55 
Wolves og Fulham skildu jöfn, 0:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Wolverhampton í dag.

Wolves og Fulham skildu jöfn, 0:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Wolverhampton í dag.  

Wolves fékk nokkur úrvalsfæri til að skora í leiknum en tókst á einhvern ótrúlegan hátt ekki að koma boltanum í netið. Það gaf Fulham tækifæri til að stela sigrinum er liðið náði í vítaspyrnu á 81. mínútu.

Aleksandar Mitrovic, sem skoraði tvö mörk gegn Liverpool í fyrstu umferðinni, fór á punktinn en Jose Sá í marki Wolves varði frá honum og markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir