Mörkin: Brentford niðurlægði United

ÍÞRÓTTIR  | 13. ágúst | 19:24 
Joshua Dasilva, Mathias Jensen, Ben Mee og Bryan Mbeumo skoruðu allir fyrir Brentford er liðið vann 4:0-stórsigur á Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Joshua Dasilva, Mathias Jensen, Ben Mee og Bryan Mbeumo skoruðu allir fyrir Brentford er liðið vann 4:0-stórsigur á Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

David De Gea í marki Manchester United gerði sig sekan um tvö slæm mistök í tveimur fyrstu mörkunum og reyndist eftirleikurinn auðveldur fyrir Brentford, gegn slöku Manchester United-liði.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir