Bjarni: Þetta er allt of afslappað hjá United

ÍÞRÓTTIR  | 15. ágúst | 22:14 
Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu hversu illa Manchester United tókst að spila sig úr hápressu Brentford þegar Rauðu djöflarnir töpuðu 0:4 í ensku úrvalsdeildinni, er þau voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu hversu illa Manchester United tókst að spila sig úr hápressu Brentford þegar Rauðu djöflarnir töpuðu 0:4 í ensku úrvalsdeildinni, er þau voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Í fyrsta markinu vann Brentford boltann á vallathelmingi United og annað mark Brentford kom einnig eftir hápressu þar sem Christian Eriksen tapaði boltanum innan eigin vítateigs og eftirleikurinn auðveldur fyrir Mathias Jensen sem skoraði.

„Þetta er allt of afslappað. Síðan er það líka þannig að þegar þetta gengur ekki upp, þetta var ekki búið að ganga upp þarna mörg skipti í röð, af hverju taka þeir ekki bara boltann aðeins langan fram völlinn?

Cristiano Ronaldo getur unnið boltann í loftinu, unnið liðið fram völlinn. Að leikmenn taki líka smá ábyrgð. Að þeir hugsi: Þjálfarinn vill að spilum stutt og við eigum að gera það en þetta gengur ekki,“ sagði Bjarni Þór í gær.

Umræðuna um hrakfari United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir