Bjarni: Jesus leysir stórt vandamál fyrir Arsenal

ÍÞRÓTTIR  | 15. ágúst | 22:24 
Í Vellinum á Símanum Sport í gær ræddu þau Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir um frábæra innkomu brasilíska sóknarmannsins Gabriel Jesus í lið Arsenal.

Í Vellinum á Símanum Sport í gær ræddu þau Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir um frábæra innkomu brasilíska sóknarmannsins Gabriel Jesus í lið Arsenal.

Hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 4:2-sigri á Leicester City á laugardag og héldu þau vart vatni yfir frammistöðu Jesus.

Tómas Þór sagði Jesus einfaldlega passa eins og flís við rass hjá Arsenal.

Bjarni Þór samsinnti því: „Já, varnarlega og sóknarlega. Hann leysir stórt vandamál fyrir Arsenal með því að skora mörk og leggja þau líka upp.

Þeir voru með einhver 13 mörk í fyrra, [Alexandre] Lacazette og [Pierre-Emerick] Aubameyang.“

„Frábær skipti fyrir hann og hann á bara eftir að vaxa í vetur,“ sagði Margrét Lára.

Umræðuna um Gabriel Jesus má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir