Mörkin: Núnez fékk rautt og Díaz skoraði glæsimark

ÍÞRÓTTIR  | 15. ágúst | 21:11 
Luis Díaz og Wilfried Zaha voru á skotskónum þegar Liverpool og Crystal Palace gerðu 1:1-jafntefli í síðasta leik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. Darwin Núnez fékk þá beint rautt spjald í liði Liverpool.

Luis Díaz og Wilfried Zaha voru á skotskónum þegar Liverpool og Crystal Palace gerðu 1:1-jafntefli í síðasta leik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. Darwin Núnez fékk þá beint rautt spjald í liði Liverpool.

Zaha kom Palace yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann slapp einn í gegn og kláraði laglega niður í hornið.

Á 57. mínútu fékk Núnez svo rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen sem hafði ýtt við honum.

Skömmu síðar, eftir rétt rúmlega klukkutíma leik jafnaði Díaz metin með frábæru skoti eftir magnað einstaklingsframtak.

Mörkin tvö og rauða spjaldið má sjá í spilaranum að ofan.

Þættir