Framleiðum tæknilegan fatnað fyrir hversdagsleg not

VIÐSKIPTI  | 16. ágúst | 14:09 
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og einn eiganda Sjóklæðagerðarinnar, sem rekur 66°Norður, fjallar um ímynd félagsins í viðtali við Dagmál.

Það sem að skilur 66°Norður að frá bæði tískufyritækjum og framleiðendum á útivistarfatnaði er að félagið hefur alltaf búið til fatnað til daglegra nota fyrir Íslendinga.

Þetta segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og einn eiganda Sjóklæðagerðarinnar, sem rekur 66°Norður, í viðtali í Dagmálum.

Í þættinum er Helgi Rúnar meðal annars spurður að því hvort að 66°Norður framleiði og selji tískufatnað eða útivistarfatnað, og hvort að greinarmunur sér þarna á milli. Hann svarar því til að stundum séu óljós skil á milli tískugeirans og útivistargeirans og að þeir hafi á liðnum árum færst nær hvort öðrum.

 

Alltaf verið í miðjunni

„Við erum ekki að reyna að vera tískumerki sem er að reyna að vera í skjólfatnaði - eða útivstarmerki sem var að búa til fatnað fyrir fólk sem hafði ástríðu fyrir því að fara á fjöll eða vera úti í náttúrunni,“ segir Helgi Rúnar.

„Við höfum alltaf verið í miðjunni og það er einn af þeim styrkleikum sem við förum fram með þegar við erum að kynna vörumerkið erlendis því fólki finnst þetta mjög merkilegt. Það er ákveðið svæði mitt á milli þar sem við teljum okkur vera með sterka stöðu, því við erum ekki að reyna að gera eitthvað annað en það sem við höfum gert. Raunverulega viljum við skilgreina okkur þannig að við framleiðum tæknilegan fatnað fyrir hversdagsleg not.“

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/vidskipti/231105/

 

Þættir