Gekk Hafnargötuna með exi

INNLENT  | 17. ágúst | 13:15 
Sérsveitin og lögreglan á Suðurnesjum hafa handtekið mann sem gekk Hafnargötu í Keflavík með exi og sýndi einkennilega tilburði.

Sérsveitin og lögreglan á Suðurnesjum hafa handtekið mann sem gekk Hafnargötu í Keflavík með exi og sýndi einkennilega tilburði.

Maðurinn var handtekinn um hádegið í dag, en þegar lögregla veitti manninum eftirför tók hann til fótanna og flúði inn í hús.

Mætti sérsveitin og lögregla á bílastæðið fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð og handtók manninn, sem er um fimmtugt.

„Lögregla náði að tryggja ástandið strax, áður en sérsveit kom á vettvang. Þetta var engum vandkvæðum bundið,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum.

 

 

Þættir