„Hvað er ég að gera hérna“

INNLENT  | 29. ágúst | 16:52 
Söngkonan Alda segir að það hafi verið furðuleg upplifun að slá í gegn í Bretlandi á tíunda áratugnum.

Söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir ætti að vera mörgum landsmönnum kunn en hún býr yfir reynslu sem fæstir íslenskir tónistarmenn hafa fengið að upplifa. Hún flutti frá Íslandi og til London, eftir að hafa gert það gott á Íslandi í tónlistinni, til að elta draum sinn um að „meika það“ úti í hinum stóra heimi á níunda og tíunda áratugnum. Draumurinn rættist að mörgu leyti en hún á tvo hittara sem slógu svo rækilega í gegn að þeir lentu ofarlega á vinsældarlistum um nánast allan heim, meðal annars í Bretlandi.

Lagið Real Good Time er hennar vinsælasta lag á ferlinum, og lenti í sjöunda sæti á breska vinsældarlistanum 1998 og skákaði þar með Spice Girls í vinsældum. Alda spilaði tvisvar á gamla Wembley fyrir um 80 þúsund manns og kom fram í tónlistarþáttunum vinsælu Top of The Pops ásamt stjórstjörnum á við Robbie Williams og kryddpíunum sjálfum. 

Flutt aftur til Íslands eftir 32 ár

Þetta segir hún að hafi verið furðuleg upplifun en hún sagði frá reynslu sinni af þessum merkilega tíma og fór yfir áhugaverða sögu sína í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins, en hún er nú flutt aftur til Íslands eftir 32 ár í Bretlandi – eitthvað sem hún ætlaði aldrei að gera.

Hægt er að sjá viðtalið við Öldu í heild sinni hér að neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/daegurmal/231318/

Þættir