Íslendingur með sex kíló af aukahári og tröll í veskinu

INNLENT  | 29. ágúst | 16:54 
„Ég var með sex kíló af auka fölsku hári í þessu. Það tók eitt­hvað um fimm klukku­tíma að láta þetta í. Og aðra fimm að taka þetta úr,“ seg­ir Alda Ólafsdóttir og lýsir sárs­auk­an­um sem fylgdi því að vera með hárið í viðtali í Dagmálum.

Söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir hafði mikið fyrir því að búa til þá ímynd sem Alda hélt uppi á tíunda áratugnum þegar hún var á hápunkti frægðar sinnar í Bretlandi. Eins og margir muna var hún með mjög áberandi hár, fullt af „dread-lokkum“ en hún segist einnig hafa farið með lítið tröll með sér, hvert sem hún fór, sem vakti mikla athygli í viðtölum.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/08/30/hvad_er_eg_ad_gera_herna/

„Ég náttúrlega talaði um að við tryðum á álfa og tröll,“ segir Alda í viðtali í Dag­mál­um, frétta- og dæg­ur­málaþætti Morg­un­blaðsins. „Ég gerði mikið úr því að Íslendingar tryðu allir á álfa og tröll. Gerum við það ekki annars?“ bætir hún við hlæjandi. 

Þurfti að sofa hálfsitjandi

Heilmikil fyrirhöfn fylgdi hárinu fræga en Alda sagði skilið við það eftir tvö ár. 

„Ég var með sex kíló af auka fölsku hári í þessu. Það tók eitthvað um fimm klukkutíma að láta þetta í. Og aðra fimm að taka þetta úr,“ segir Alda og lýsir sársaukanum sem fylgdi því að vera með hárið.

„Fyrstu dagana getur þú ekki sofið á koddanum vegna þess að það togast svo mikið  í hárrótina að þú verður að sofa hálfsitjandi. Og að þvo þetta tók alveg heilan dag,“ segir hún og lýsti því hvernig hún þreif hárið.

„Þetta var ég með í tvö ár en þetta eyðilagði hárið á mér,“ segir Alda en hún segir að það hafi tekið 10 ár fyrir hárið á henni að verða eðlilegt á ný.  

Hægt er að sjá viðtalið við Öldu í heild sinni hér að neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/daegurmal/231318/

Þættir