Tilþrifin: Illskiljanlegt markaleysi í borgarslagnum

ÍÞRÓTTIR  | 3. september | 15:11 
Það vantaði ekkert upp á færin í fjörugum Liverpool-borgarslag Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í hádeginu í dag en einhvern veginn tókst hvorugu liði að koma boltanum í netið.

Það vantaði ekkert upp á færin í fjörugum Liverpool-borgarslag Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í hádeginu í dag en einhvern veginn tókst hvorugu liði að koma boltanum í netið.

Bæði lið skutu í tréverkin auk þess sem Jordan Pickford og Alisson, markverðir liðanna, áttu báðir stórleik.

Conor Coady, varnarmaður Everton sem er uppalinn hjá Liverpool, kom boltanum að vísu í netið í síðari hálfleik og trylltist af fögnuði. Eftir skoðun VAR var markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.

Öll helstu tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir