Segir kornið fara til Evrópu í stað þróunarríkja

ERLENT  | 7. september | 14:36 
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að meirihlutinn af því korni sem er flutt frá úkraínskum höfnum fari til ríkja Evrópusambandsins í stað þróunarríkja.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að meirihlutinn af því korni sem er flutt frá úkraínskum höfnum fari til ríkja Evrópusambandsins í stað þróunarríkja.

„Næstum allt korn sem er flutt frá Úkraínu fer ekki til fátækustu þróunarríkjanna, heldur til ríkja ESB,“ sagði Pútín á ráðstefnu í rússnesku hafnarborginni Vladivostok.

flytja inn 

Úkraína, sem er heimsins mesti útflytjandi korns, þurfti að hætta nánast öllum sendingum eftir að Rússar réðust inn í landið seint í febrúar.

Hafi stundað nýlendustefnu

Útflutningur á korni í gegnum hafnir við Svartahaf hófst á nýjan leik eftir að stjórnvöld í Kænugarði og Moskvu, höfuðborgum Úkraínu og Rússlands, undirrituðu samning í júlí með aðstoð Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands.

kornið

„Við gerðum allt til að tryggja útflutning á korni frá Úkraínu...við gerðum það með Tyrkjum,“ sagði Pútín á ráðstefnunni.

 

Hann sagði að Evrópuþjóðir „hafi stundað nýlendustefnu undanfarna áratugi og aldir“ og að þær „haldi áfram að gera það í dag“. Bætti hann við að þær hafi „enn og aftur einfaldlega svikið þróunarríkin“.

„Með þessari nálgun munu vandamál tengd matvælum í heiminum aðeins aukast,“ sagði Pútín og bætti við að þetta gæti leitt til „mikillar mannúðarkrísu“.

Ekki hægt að einangra Rússa

Á ráðstefnunni sagði forsetinn jafnframt að „ómögulegt“ væri að einangra Rússa en þeir hafa verið beittir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.

„Það skiptir engu máli hversu mikið menn vilja einangra Rússland, það er ómögulegt,“ sagði Pútín, sem hafnaði því jafnframt að nota orku sem vopn gegn Evrópu eins og hann hefur verið sakaður um.

 

Hittir forseta Kína

Í næstu viku mun forsetinn hitta Xi Jinping, forseta Kína, á ráðstefnu í Úsbekistan. Þetta verður fyrsta ferðalag Jinping erlendis síðan kórónuveirufaraldurinn hófst.

Þættir