Flutt úr borginni og byrjuð í nýjum skóla

BÖRN  | 8. september | 15:47 
Prinsarnir og prinsessan eru byrjuð í nýjum skóla.

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, fylgdu börnum sínum þremur í nýjan skóla í vikunni. Fjölskyldan flutti nýlega frá London og þurftu Georg prins og Karlotta prinsessa að skipta um skóla. Lúðvík prins er að hefja sína skólagöngu. 

Ljósmyndarar fylgdust með fjölskyldunni þegar hún mætti á kynningu á nýja skólanum í Ascot á Englandi. Börnin voru í sumarlegum skólabúningum. Drengirnir tveir voru í stuttbuxum og leiddu móður sína. Karlotta prinsessa var hins vegar í fjólubláum kjól og leiddi föður sinn. 

 

Jonathan Perry skólastjóri Lambrook-skólans tók á móti börnunum. Þau fengu kynningu á skólanum fyrsta daginn áður en hefðbundin kennsla hófst. Skólinn er einkaskóli og kostar töluverða upphæð að senda börn sín í skólann. Börnin geta sótt skólann þar til þau verða 13 ára. Georg prins er níu ára, Karlotta sjö ára og Lúðvík er aðeins fjögurra ára.

Þættir