Leiðinlegustu skvísur landsins framleiða aðra þáttaröð af LXS

SMARTLAND  | 9. september | 15:08 
Það eru greinilega ekki allir sammála Salvöru Gullbrá um að LXS skvísurnar séu leiðinlegar því þær eru væntanlegar aftur á skjáinn á næsta ári.

Ein umdeildasta sjónvarpssería sem sýnd er þessa dagana í íslensku sjónvarpi eru raunveruleikaþættirnir LXS. Þættirnir hafa farið misvel í fólk en skvísurnar í þáttunum eru aðallega gagnrýndar fyrir að vera of goslausar. Nú hefur sjónvarpsstöðin Stöð 2 ákveðið að framleiða aðra þáttaröð þótt einungis sé búið að sýna fjóra þætti af sex í þeirri fyrri. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Magnea Björg Jónasdóttir og Ína María Einarsdóttir skipa hópinn og láta það ekki á sig fá þótt fólki finnist þær misskemmtilegar. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir var ein af þeim sem gagnrýndi þættina í síðustu viku með yfirskriftinni: Raunveruleiki leiðinlegasta fólks sem þú þekkir. Pistillinn var fluttur í Lestinni á RÚV. 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/09/06/birgitta_lif_hjolar_i_ruv/

Það eru greinilega ekki allir sammála Salvöru Gullbrá um að LXS skvísurnar séu leiðinlegar  því þær eru væntanlegar aftur á skjáinn á næsta ári. 

Ingileif Friðriksdóttir, leikstjóri þáttanna, sagði í samtali við mbl.is að hún vildi ekki tjá sig um næstu þáttaröð en staðfesti að búið væri að ganga frá samningum um hana við Stöð 2. 

Þættir