Sims 4 verður gjaldfrjáls til spilunar

ÍÞRÓTTIR  | 14. september | 15:48 
EA hefur nú tilkynnt um að tölvuleikurinn Sims 4 verði gjaldfrjáls til spilunar.

EA hefur nú tilkynnt um að tölvuleikurinn Sims 4 verði gjaldfrjáls til spilunar frá og með 18. október.

„Við erum spennt fyrir því að bjóða fleiri leikmönnum heldur en nokkurn tímann áður að skapa nýjar sögur og að kanna leikinn án takmarkana,“ segir í tilkynningu frá EA.

Fleiri járn í eldinum

Frá og með 18. október mun grunnleikur Sims 4 vera gjaldfrjáls til spilunar en í tilkynningu kemur einnig fram að EA sé með enn fleiri járn í eldinum varðandi leikinn. 

Þann 18. október mun EA einnig sýna frá því hvað er í gangi á bakvið tjöldin hjá þeim með sérstöku streymi, Behind The Sims Summit. Í streyminu fá áhorfendur einnig nánari upplýsingar um hvað sé í vændum í sambandi við Sims.

 

 

Fá gefins efnispakka

EA virðist þó ekki gleyma þeim spilurum sem höfðu nú þegar keypt Sims 4 þar sem EA mun gefa þeim Desert Luxe-efnispakkann sem þakklætisgjöf.

Hægt er að sækja Desert Luxe-pakkann frá deginum í dag og fram að 17. október, en það er til dæmis gert á valmyndinni þegar Sims 4 er opnaður.

 

 

Þættir