Sjáðu Ladda stela senunni

FÓLKIÐ  | 16. september | 11:31 
Skemmti- og spurningaþátturinn Ertu viss? fór heldur betur óvenjulega af stað í gærkvöldi þegar enginn annar en Laddi birtist á skjánum sem gestastjórnandi í þættinum og leysti Evu Ruzu af hólmi.

Skemmti- og spurningaþátturinn Ertu viss? fór heldur betur óvenjulega af stað í gærkvöldi  þegar enginn annar en Laddi birtist á skjánum sem gestastjórnandi í þættinum og leysti Evu Ruzu af hólmi. 

Laddi og Tinna Miljevic, annar þáttastjórnandi Ertu viss?, opnuðu þáttinn með stakri prýði en þó komst Laddi lítið að fyrir Tinnu. Enda naut hún sín í botn við stjórnvölinn í fjarveru Evu Ruzu með Ladda sér við hlið.

„Mér líður rosalega vel þar sem þetta er bara í þriðja skiptið sem ég er fyrir framan myndavél,“ sagði Tinna og fann til öryggiskenndar í nærveru reynsluboltans Ladda.

Atvikið skemmtilega má sjá í spilaranum hér að ofan. 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/09/15/laddi_leystur_fra_storfum_i_beinni_a_mbl_is/

Þættir