Mörkin: Innsiglaði sigurinn með glæsimarki

ÍÞRÓTTIR  | 18. september | 14:10 
Fabio Vieira innsiglaði sigur Arsenal á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með glæsilegu marki.

Fabio Vieira innsiglaði sigur Arsenal á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með glæsilegu marki.

Vieira lét vaða á markið af 25 metra færi og boltinn small í stönginni og inn. William Saliba og Gabriel Jesus höfðu áður komið Arsenal í 2:0 í fyrri hálfleik en mörkin má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.

Mbl.is sýnir mörkin úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann Sport.

Þættir