SETTÖPP: Svona verður íslenskur tölvuleikur til

ÍÞRÓTTIR  | 19. september | 1:35 
Hinn íslenski tölvuleikjaframleiðandi Myrkur Games vinnur að framleiðslu tölvuleiksins Echoes of the End, eða „Echoes“ líkt og hann er ýmist kallaður. Um er að ræða metnaðarfullan hasarævintýraleik sem hefur verið í um fimm ár í býgerð.

Hinn íslenski tölvuleikjaframleiðandi Myrkur Games vinnur að framleiðslu tölvuleiksins Echoes of the End, eða „Echoes“ líkt og hann er ýmist kallaður. Um er að ræða metnaðarfullan hasarævintýraleik sem hefur verið í um fimm ár í bígerð.

Spilarar munu koma til með að leika söguhetjuna Ryn, leikna af Aldísi Amah Hamilton, í söguheimi sem þróaður er af fyrirtækinu frá grunni og er sagður draga mikinn innblástur frá íslensku landslagi.

Myrkur games er nýjasti viðmælandi þáttarins SETTÖPP.

 

Fyrsta motion capture-verið hér á landi

Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri Myrkur Games, var gestrisnin uppmáluð þegar rafíþróttavef mbl.is bar að garði og sýndi hann umsjónarmanni SETTÖPP hina ýmsu tækni sem fyrirtækið notar í leikjagerðinni.

 

Sem dæmi má nefna hreyfirakningatækniver fyrirtækisins (e. motion capture-studio), hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Sjón er sögu ríkari, sjáðu þáttinn hér fyrir ofan.

Þættir