Mörkin: Fjögur mörk og rautt spjald í Lundúnaslagnum

ÍÞRÓTTIR  | 1. október | 14:48 
Það var mikið fjör er Arsenal vann 3:1-heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Það var mikið fjör er Arsenal vann 3:1-heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn bauð upp á fjögur mörk og rautt spjald sömuleiðis, en Emerson Royal hjá Tottenham fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á 62. mínútu.

Thomas Partey, Gabriel Jesus og Granit Xhaka gerðu mörk Arsenal á meðan Harry Kane gerði mark Tottenham er hann jafnaði í 1:1 með marki úr víti á 31. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir