Mörkin: Sex marka leikur á Anfield

ÍÞRÓTTIR  | 1. október | 17:16 
Boðið var upp á markaveislu er Liverpool tók á móti Brighton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Boðið var upp á markaveislu er Liverpool tók á móti Brighton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Brighton var komið í 2:0 forystu eftir 18. mínútna leik þar sem Leandro Trossard skoraði bæði mörk gestanna.

Roberto Firmino svaraði með tveimur mörkum fyrir Liverpool áður en Adam Webster gaf heimamönnum forystuna þegar hann setti boltann í eigið net á 63. mínútu.

Trossard var þó hvergi hættur og setti þrennuna þegar hann jafnaði metin fyrir Brighton þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, lokatölur 3:3.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

 

Þættir