Haaland við Símann sport: Hefði getað skorað fleiri

ÍÞRÓTTIR  | 2. október | 15:35 
„Pep sagði okkur hvað við áttum að gera og við fylgdum honum. Ef þú gerir það sem Pep segir þér að gera, fer þetta venjulega vel,“ sagði Erling Braut Haaland í samtali við Símann sport.

„Pep sagði okkur hvað við áttum að gera og við fylgdum honum. Ef þú gerir það sem Pep segir þér að gera, fer þetta venjulega vel,“ sagði Erling Braut Haaland í samtali við Símann sport.

Haaland skoraði þrennu í 6:3-sigri Manchester City á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Ég skoraði þrjú mörk en ég hefði getað skorað fleiri og þetta snýst um að vera alltaf að bæta sig,“ sagði Norðmaðurinn og hélt áfram:

„Það er alltaf erfitt að spila á móti United, sem er eitt stærsta félagið. En við vitum að þegar við erum upp á okkar besta er erfitt fyrir öll lið að spila við okkur,“ sagði Haaland.

Við talið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr ensku úrvalsdeildinni í sambandi við Símann sport.

 

Þættir