Tilþrifin: Héldu út eftir kjánalegt rautt spjald

ÍÞRÓTTIR  | 2. október | 18:13 
Luis Sinisterra, kólumbíski landsliðsmaðurinn í liði Leeds, gerði sig sekan um klaufaskap þegar hann lét reka sig út af í leiknum gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Luis Sinisterra, kólumbíski landsliðsmaðurinn í liði Leeds, gerði sig sekan um klaufaskap þegar hann lét reka sig út af í leiknum gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sinisterra var á gulu spjaldi, þegar hann fór fyrir boltann þegar Aston Villa átti aukaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Fékk hann því annað gult spjald og þar með rautt.

Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Aston Villa ekki að skora sigurmarkið og urðu lokatölur 0:0.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir