Eiður Smári: Ætli hann skori ekki 100?

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 16:27 
Eiður Smári Guðjohnsen er afar hrifinn af Erling Haaland, framherja Manchester City, en sá norski hefur farið ótrúlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Eiður Smári Guðjohnsen er afar hrifinn af Erling Haaland, framherja Manchester City, en sá norski hefur farið ótrúlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Haaland hefur skorað 14 mörk fyrir City á leiktíðinni til þessa og nú þegar skorað þrjár þrennur, en hann gerði eina slíka í 6:3-sigri á Manchester United í gær.

Eiður var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í vellinum á Símanum sport í gær, ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur.

Innslag úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir