Mörkin: Glæsilegt aukaspyrnumark í grannaslag

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 21:07 
James Maddison stal senunni er Leicester vann sannfærandi 4:0-heimasigur á Nottingham Forest í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

James Maddison stal senunni er Leicester vann sannfærandi 4:0-heimasigur á Nottingham Forest í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Maddison gerði tvö marka Leicester og var það seinna með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu í stöng og inn. Harvey Barnes og Patson Daka komust einnig á blað.

Sigurinn þýðir að Leicester er komið upp úr botnsætinu á kostnað nýliða Forest, en liðin eru aðeins með fjögur stig hvort.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir