Vendipunktur að Collier hafi fengið fimm villur

ÍÞRÓTTIR  | 3. nóvember | 10:03 
Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Subway-deildinni, hefur farið feikilega vel af stað með lið sitt í vetur og trónir nú á toppi deildarinnar ósigraður eftir 8 umferðir.

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Subway-deildinni, hefur farið feikilega vel af stað með lið sitt í vetur og trónir nú á toppi deildarinnar ósigraður eftir 8 umferðir.

Um risa prófraun var að ræða í gærkvöld þegar liðið heimsótti meistara Njarðvík og eftir bráðskemmtilega viðureign stóð Hörður og lið hans enn á ný uppi sem sigurvegari.

Hörður fór ekki í grafgötur með það hver vendipunktur leiksins hafi verið en hrósaði liði sínu vel fyrir störf kvöldsins.

Birna Benónýsdóttir byrjunarliðsmaður meiddist fljótlega í byrjun leiks og þurfti þá liðið að reiða sig á aðra leikmenn sem Hörður hrósaði vel. 

Þættir