Segir ferðina til Kína hafa verið þess virði

ERLENT  | 5. nóvember | 22:30 
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, varði umdeilda heimsókn sína til Kína í dag og sagði hana hafa verið „þess virði“ vegna kjarnavopnasamkomulags við yfirvöld þar í landi.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, varði umdeilda heimsókn sína til Kína og færði rök fyrir því að hún hafi verið „þess virði“ vegna kjarnavopnasamkomulags við yfirvöld þar í landi.

Þetta kom fram í ræðu kanslarans á fundi Sósíaldemókrataflokksins í dag. Hann greindi frá því að á þeim tólf klukkustundum sem hann varði í Kína hefði hann fundað með Xi Jinping aðalritara Kommúnistaflokksins og ítrekað mikilvægi þess að ekki verði gripið til kjarnavopna í tengslum við innrás Rússlands í Úkraínu. 

asdasd

„Í ljósi allrar umræðunnar um hvort það hafi verið rétt að ferðast þangað eða ekki – sú staðreynd að kínversk stjórnvöld, forsetinn og ég gátum lýst því yfir að það megi ekki nota nein kjarnorkuvopn í þessu stríði – fyrir það eitt og sér var þessi ferð þess virði,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Scholz.

Scholz sagðist enn fremur hafa beitt sér fyrir því að bandamenn Rússa í Peking myndu beita sér fyrir því að stigmögnun í átökum Rússa og Úkraínumanna yrði afstýrt

Þættir