Mörkin: Dramatískt sigurmark gegn meisturunum

ÍÞRÓTTIR  | 12. nóvember | 15:47 
Ivan Toney reyndist hetja Brentford þegar liðið heimsótti Englandsmeistara Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ivan Toney reyndist hetja Brentford þegar liðið heimsótti Englandsmeistara Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Brentford en Toney skoraði sigurmark leiksins þegar átta mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma.

Toney skoraði tvívegis í leiknum en hann kom Brentford yfir á 16. mínútu áður en Phil Foden jafnaði metin fyrir City á lokamínútum fyrri hálfleiks.

Leikur Manchester City og Brentford var sýndur beint á Síminn Sport. 

Þættir