Joe Willock reyndist hetja Newcastle þegar liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Newcastle en Willock skoraði sigurmark leiksins á 67. mínútu með frábæru skoti utan teigs.
Leikur Newcastle og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.