Tilþrifin: Sigurmark Garnacho

ÍÞRÓTTIR  | 13. nóvember | 19:56 
18 ára Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho tryggði Manchester United 2:1 útisigur á Fulham á lokasekúndunum í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fyrir heimsmeistaramótið í Katar í dag.

18 ára Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho tryggði Manchester United 2:1 útisigur á Fulham á lokasekúndunum í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fyrir heimsmeistaramótið í Katar í dag. 

Garnacho setti boltann laglega framhjá Leno í marki Fulham en hin mörkin skoruðu Christian Eriksen, fyrir United, og Daniel James fyrir Fulham. 

Mörkin þrjú og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann Sport. 

Þættir