Bjarni: Öfundsjúkur út í stuðningsmenn Liverpool

ÍÞRÓTTIR  | 13. nóvember | 20:38 
Úrúgvæinn Darwin Núnez, framherji Liverpool, var eitt af umræðuefnum Tómasar Þórs Þórðarsonar, Bjarna Þórs Viðarssonar og Margrétar Láru Viðarsdóttur í Vellinum í kvöld.

Úrúgvæinn Darwin Núnez, framherji Liverpool, var eitt af umræðuefnum Tómasar Þórs Þórðarsonar, Bjarna Þórs Viðarssonar og Margrétar Láru Viðarsdóttur í Vellinum í kvöld. 

Núnez er nú kominn í gott form og með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir erfiða byrjun. 

Bjarni, sem heldur með Everton enda fyrrum leikmaður liðsins, segist vera frekar öfundsjúkur út í stuðningsmenn Liverpool vegna þess að þeir eru með Núnez. 

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

Þættir