Veiðisumarið gert upp – Sjóbirtingur

VEIÐI  | 16. nóvember | 22:53 
Sjóbirtingsuppgangur er umræðuefni þriðja uppgjörsþáttar Sporðakasta um veiðisumarið 2022. Þar gerðust þau undur að 107 sentímetra sjóbirtingur veiddist í Tungufljóti og var það sá þriðji í haust sem náði þeirri stærð.

Sjóbirtingsuppgangur er umræðuefni þriðja uppgjörsþáttar Sporðakasta um veiðisumarið 2022. Þar gerðust þau undur að 107 sentímetra sjóbirtingur veiddist í Tungufljóti og var það sá þriðji í haust sem náði þeirri stærð. Þrír sjóbirtingar sem mældust yfir 110 sentímetrar gengu í gegnum teljarann í Vatnsá í haust.

Sjóbirtingsundrin fyrir austan og raunar víðar um land eru mögnuð og bein afleiðing veiða og sleppa. Til að ræða þessa ánægjulegu stöðu mæta fjórir góðir gestir. Guðni Guðbergsson sviðstjóri Hafrannsóknastofnunar ásamt þeim Hrafni H. Haukssyni, Ásgeiri Arnari Ásmundssyni og reynsluboltanum Ólafi Guðmundssyni.

 

Þættir