Sporðaköst halda áfram að gera upp veiðisumarið 2022. Í fyrsta þætti kom fram að sumarið í laxveiðinni hefði ekki verið neitt sérstakt. Þó greindu menn bata og þá sérstaklega á NA – landi. Nú mæta nýir gestir til leiks með aðrar áherslur. Í þessum þætti eru það Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Veiðikortsins, Dögg Hjaltalín bókaútgefandi og Karl Lúðvíksson veiðifréttamaður á Veiðivísir.
Jón Kristjánsson er trúr kenningum sínum sem ríma ekki við veiða og sleppa forsendurnar. Dögg Hjaltalín fullyrðir að hún hafi veitt fleiri laxa í sumar en allir hinir gestirnir til samans. Fjörugar umræður um veiðisumarið og horfur fyrir næsta sumar.
Síðasti uppgjörsþátturinn birtist svo eftir viku og er hann helgaður sjóbirtingnum.