Vaskaði upp í þvottahúsinu með höfuðljós í fimm mánuði

SMARTLAND  | 17. nóvember | 2:25 
Lára G. Sigurðardóttir læknir festi kaup á einbýlishúsi á flötunum í Garðabænum fyrir 13 árum ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Fannari Guðjónssyni. Hjónin eiga þrjá syni sem eru á unglingsaldri. Í fyrra flutti fjölskyldan heim frá Kaliforníu þar sem þau voru með annan fótinn í nokkur ár.

Lára G. Sigurðardóttir læknir festi kaup á einbýlishúsi á flötunum í Garðabænum fyrir 13 árum ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Fannari Guðjónssyni. Hjónin eiga þrjá syni sem eru á unglingsaldri. Í fyrra flutti fjölskyldan heim frá Kaliforníu þar sem þau voru með annan fótinn í nokkur ár.

Áður en fjölskyldan flutti heim til Íslands fannst Láru tilvalið að skipta um eldhúsinnréttingu. Það gekk þó ekki alveg eins og sögu sem gerði það að verkum að fjölskyldan vaskaði upp í þvottahúsinu í um fimm mánuði. 

Lára var að gefa út Húðbókina sem vann að með Sollu Eiríksdóttur. Í bókinni er að finna mikið af upplýsingum um hvernig fólk getur hugsað betur um húðina. Hvað það á að borða, hvað það á á bera á húðina og hvað það á að varast. Auk þess rekur hún fyrirtækið Húðina sem sérhæfir sig í húðmeðferðum. 

Eins og sjá má er heimili Láru og fjölskyldu fallega innréttað og heimilislegt. 

 

 

 

Þættir