Úkraínskir sérfræðingar komnir til Póllands

ERLENT  | 17. nóvember | 20:14 
Úkraínskir sérfræðingar eru komnir til Póllands til þess að rannsaka uppruna eldflaugarinnar sem lenti á pólska þorpinu Przewodow í suðausturhluta landsins, og felldi tvo.

Úkraínskir sérfræðingar eru komnir til Póllands til þess að rannsaka uppruna eldflaugarinnar sem lenti á pólska þorpinu Przewodow í suðausturhluta landsins, og felldi tvo. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/11/16/bandarikin_segja_sprenginguna_a_abyrgd_russa/

„Okkar sérfræðingar eru mættir til Póllands,“ tísti Dmítró Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í dag. Hann býst við því að þeir muni auðveldlega komast á svæðið sem sprengingin varð með hjálp pólskra lögregluyfirvalda.

Pólland og Úkraína muni saman komast til botns í málinu

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, telur eldflaugina rússneska en vestrænir embættismenn, þar á meðal forseti Póllands, segja hana úkraínska og að líklega hafi henni ekki verið skotið af ásetningi.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/11/16/selenski_ekki_okkar_eldflaug/

„Úkraína og Pólland munu vinna saman á uppbyggilegan hátt, að því að komast að því hvernig loftárásir Rússa gátu valdið því að þetta hefði gerst,“ sagði Selenskí.  

Forseti Póllands, Andrej Duda, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hafa báðir lýst því yfir með vissu að atburðurinn sé á ábyrgð rússneska yfirvalda vegna innrásarstríðs þeirra í Úkraínu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/11/16/stoltenberg_visvitandi_aras_olikleg/

Þættir