Myndi henda mér fyrir lest fyrir þá

ÍÞRÓTTIR  | 18. nóvember | 12:12 
„Að fá að gera þetta með bestu vinum sínum er ótrúlega dýrmætt,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Að fá að gera þetta með bestu vinum sínum er ótrúlega dýrmætt,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur spilað með mörgum liðsfélögum sínum í dag upp alla yngri flokkana.

Margir af bestu vinum hans spila með Breiðabliki í dag en liðið vann yfirburðasigur í Bestu deildinni í sumar.

„Ég myndi henda mér fyrir lest fyrir þá og ég veit að þeir myndu gera það sama fyrir mig,“ sagði Viktor.

„Mótlætið hefur þjappað okkur saman og en það sem skilur mest eftir sig er hvað maður gerir á ferðalaginu og hverjum maður kynnist,“ sagði Viktor meðal annars.

Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/233623/

Þættir