Klikkaðar geitur lofa góðu og skora hátt á Epic Games, en nýjasti geitahermirinn fær 4,9 stjörnur af 5 mögulegum hjá Epic Games.
Fyrir um tveimur vikum síðan kom þriðji geitahermirinn út, Goat Simulator 3, en ólíkt fyrri leikjum býður hann upp á fjölspilun. Þá geta leikmenn slegið klaufum saman og málað bæinn rauðan.
https://www.mbl.is/sport/esport/2022/06/10/geitur_hopast_saman_i_fyrsta_sinn/
Leikmenn gefa einkunn
Nokkur ár eru síðan geitahermirinn var fyrst gefinn út en fáir hefðu getað ímyndað sér hversu miklum vinsældum leikurinn myndi ná. Geitahermirinn fær 4,9 stjörnur af 5 á Epic Games og er einkunnin reiknuð eftir stigagjöf leikmanna.
Þá er leiknum lýst sem slakandi og skemmtilegum ásamt því að vera talinn hentugur fyrir byrjendur.
Í myndbandinu efst í fréttinni má horfa á stiklu af leiknum en hann er fáanlegur hjá Epic Games og kostar um 6.000 íslenskar krónur.