Við þurftum að stíga upp

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 22:54 
Rasio Lisandro argentíski framherji Njarðvíkinga spilaði sinn besta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann skilaði 20 stigum og tók 13 fráköst gegn Haukum í VÍS-bikarnum.

Rasio Lisandro argentíski framherji Njarðvíkinga spilaði sinn besta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann skilaði 20 stigum og tók 13 fráköst gegn Haukum í VÍS-bikarnum.

a

Frammistaða hans og félaga hans skilaði Njarðvíkingum áfram í 8-liða úrslit bikarsins og sagðist Rasio nokkuð ánægður með kvöldið.

Rasio sagðist hafa búist við erfiðum leik þar sem leikur liðanna í deildinni fyrr í mánuðinum hafi verið nokkuð sambærilegur og erfiður.

Rasio var hógvær á eigin framtak, sagði einfaldlega að þrír leikmenn væru meiddir og að hann hafi þurft að stíga upp. Það gerði hann með stigum og til að hjálpa til við að ná sigrinum mikilvæga. 

Þættir