Engin leið að bjarga bönkunum

VIÐSKIPTI  | 14. desember | 13:35 
Á haustdögum 2008 voru engar færar leiðir til þess að bjarga bankakerfinu frá hruni. Mikilvægasta skrefið til bjargar hagkerfinu var setning neyðarlaganna. Þetta er mat Lárusar Welding, fyrrum bankastjóra Glitnis banka.

Á haustdögum 2008 voru engar færar leiðir til þess að bjarga bankakerfinu frá hruni. Mikilvægasta skrefið til bjargar hagkerfinu var setning neyðarlaganna. Þetta er mat Lárusar Welding, fyrrum bankastjóra Glitnis banka.

Hann segir að eina leiðin til þess að bjarga kerfinu hefði verið í stórtæku samstarfi við einn af stóru seðlabönkum heimsins. Því hafi ekki verið til að dreifa og að 50 milljarða evra útistandandi skuldabréfaútgáfa bankanna hafi einfaldlega verið of stór biti fyrir íslensk stjórnvöld að kyngja þegar fjármálamarkaðir ryðuðu til falls um heim allan.

Ný bók um bankahrunið

Lárus er gestur Dagmála og ræðir þar nýútkomna bók sína, Uppgjör bankamanns, en þar rekur hann feril sinn á íslenskum fjármálamarkaði og þá skelfilegu atburðarás sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins þar sem forsvarsmenn bankanna voru saksóttir og dregnir í fjölmörgum málum í gegnum dómskerfið.

Bendir Lárus í viðtalinu á að hann hafi skilning á því að fólk hafi verið reitt í kjölfar atburðanna og að ákall um uppgjör hafi verið skiljanlegt. Hins vegar sé sú söguskýring einfaldlega röng að bankamenn hafi mætt til vinnu á morgnanna í þeirri viðleitni að brjóta lög eða valda íslensku samfélagi tjóni. Þvert á móti hafi þeir lagt sig fram um að vinna að framgangi þeirra fyrirtækja sem þeir störfuðu fyrir og viðskiptavini þeirra.

Viðtalið við Lárus má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is

 

Þættir