Létu fylgjast með ráðamönnum og bankastjórum

VIÐSKIPTI  | 14. desember | 13:36 
Þegar bankakerfið riðaði til falls haustið 2008 var ástandið óreiðukennt. Það varð til þess að starfsmenn Glitnis komu upp einskonar „njósnaneti“ til þess að geta fylgst með ferðum ráðamanna.

Þegar bankakerfið riðaði til falls haustið 2008 var ástandið óreiðukennt. Það varð til þess að starfsmenn Glitnis komu upp einskonar „njósnaneti“ til þess að geta fylgst með ferðum ráðamanna og forystumanna annarra bankastofnana landsins.

Þetta kemur fram í nýrri bók Lárusar Welding, Uppgjör bankamanns, sem var forstjóri Glitnis banka í um 17 mánuði eða frá miðju ári 2007 og þar til bankinn féll í október 2008. Þar segir hann að starfsmenn bankans hafi gripið til þessa ráðs til þess að fá mynd af þeirri atburðarás sem þarna vatt upp á sig. Notuðust starfsmennirnir við samskiptaforritið MSN í þessum tilgangi.

mbl.is

Hann er spurður út málið í ítarlegu viðtali í Dagmálum. Þar er hann m.a. spurður út í hvort þessar aðgerðir geti mögulega fallið undir skilgreininguna á njósnum.

Viðtalið við Lárus má sjá í heild sinni hér:

mbl.is

Þættir