Fimm ára drengur sópaðist burt með flóðunum

ERLENT  | 10. janúar | 15:30 
Fimm ára drengur sópaðist burt með flóði í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum er hann var á leið í skólann með móður sinni.

Fimm ára drengur sópaðist burt með flóði í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum er hann var á leið í skólann með móður sinni. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/01/09/ryma_tiu_thusund_manna_bae_i_kaliforniu/

Miklar rigningar hafa verið í Santa Barbara-sýslu og er talið að minnsta kosti 14 séu látnir. Tæplega 100 þúsund manns eru án rafmagns og þá er spáð áframhaldandi fellibyljum á svæðinu. 

Greint var frá því í gær að bærinn Montecito hefði verið rýmdur en margir frægir einstaklingar búa á svæðinu svo sem Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex og Oprah Winfrey. 

Skórinn fannst

Drengurinn var á leið í skólann með móður sinni í jeppa er sópaðist burtu með flóðunum. Vitni náðu að draga móðurina úr bílnum. 

Í kjölfarið hófst sjö klukkustunda leit viðbragðsaðila en henni var síðan hætt er aðstæður voru orðnar of hættulegar. Eina sem fannst var skór drengsins.

Bandaríska veðurstofan greindi frá því að úrhellið hafi numið um 20 sentímetrum á tólf klukkustundum.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/01/09/ryma_tiu_thusund_manna_bae_i_kaliforniu/

Þættir